Tilgangur SVESI

Lög

Stjórn

Umsókn um aðild

Fróðleikur

Tenglar

 

 

SAMTÖK UM VERND EIGNARÉTTINDA Á SVIÐI IÐNAÐAR.


Samtök um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar, SVESI voru stofnuð í Reykjavík 1986. Samtökin hafa að meginmarkmiði að efla vernd eignaréttinda á sviði iðnaðar.

Megintilgangur samtakana er:

1. Að stuðla að því að uppfinningamenn, hönnuðir, framleiðendur og aðrir sem hagsmuni eiga, njóti fyllstu verndar á hugmyndum sínum og framleiðsluvörum, hvort heldur er á Íslandi eða erlendis.
2. Að stuðla að þróun löggjafar og lagaframkvæmdar á Íslandi til verndar á eignarréttindum á sviði iðnaðar.
3. Að auka þekkingu félagsmanna og annarra landsmanna á þeirri löggjöf sem fyrirfinnst hér á landi og erlendis um eignarréttindi á sviði iðnaðar, svo sem einkaleyfislögum, vörumerkjalögum, reglum um útlitsvernd með mynsturlöggjöf og öðrum skyldum reglum.
4. Að hafa í heiðri þær meginreglur sem fram koma í alþjóðasamningi um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar (Parísar-samþykktinni frá 20. mars 1883 með síðari breytingum).


Tilgangi sínum vilja samtökin ná með því:

1. Að skapa tengsl milli framleiðenda, uppfinningamanna, hönnuða, og ráðgjafa um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar.
2. Að efna til almennra funda og taka þátt í útgáfustarfsemi um einstaka þætti iðnaðarréttinda.
3. Að starfrækja vinnuhópa um einstaka þætti iðnaðarréttinda.
4. Að beina opinberum ályktunum og tilmælum til stjórnvalda um úrbætur á löggjöf og lagaframkvæmd.
5. Að starfrækja sérstakan aðildarhóp að Alþjóðarsamtökunum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar (AIPPI), í því skyni að fylgjast með þróun alþjóðlegs samstarfs á þessu sviði.


Félagar í samtökunum geta orðið allir þeir sem áhuga hafa á vernd eignaréttinda á sviði iðnaðar, hvort heldur um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki, félög og stofnanir sem styðja markmið og starfsaðferðir samtakanna og greiða tilskilið árgjald.